Glímusamband Íslands

Lokadagurinn á 7. Þjóðíþróttahátíðinni í Istanbúl markaði endapunkt á eftirminnilega og og skemmtilegri ferð Hákonar Gunnarssonar og Þórðar Páls Ólafssonar fyrir Íslands hönd.
Kvöldið fyrir lokadaginn nýttu íslensku þátttakendurnir til að kynnast sögu og menningu borgarinnar. Þeir gengu um gamla miðbæ Istanbúl, þar sem þeir skoðuðu meðal annars sögufrægar moskur, gamla skóla og háskólasvæðið við Istanbúl-háskóla.
Á síðasta sýningardeginum, sunnudeginum 25. maí, var veðrið ekki gott á Tyrkneskann mælikvarða sem dróg nokkuð úr gestafjölda. Þrátt fyrir það komu margir að sjá síðustu Glímusýningu Íslands, og voru viðbrögðin áfram mjög jákvæð. Margir nýir áhorfendur komu sérstaklega til að sjá þjóðaríþrótt Íslendinga eftir að hafa heyrt af fyrri sýningum.
Á lokaviðburði hátíðarinnar, sem var haldinn með mikilli viðhöfn, komu saman helstu ráðherrar Tyrklands, háttsettir embættismenn og fulltrúar þjóðaríþrótta víða að. Þar var íslensku þátttakendunum sérstaklega þakkað fyrir framlag sitt til menningar og íþrótta, og heiðraðir fyrir að kynna Glímu.
Með þessu lauk skemmtilegri og lærdómsríkri ferð þar sem Glíman vakti verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvangi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
+3