Haustmót GLÍ fór fram í Melaskólanum laugardaginn 15. nóvember.
Keppt var í flokkkum 10 og 11 ára stráka, unglingaflokki 16-19 ára, karlaflokkum -84 og +84 kg. og opnum flokki. Aðeins ein kona skráði sig til leiks og keppti hún sem gestur í -84kg flokki og opnum flokki
Í stráka- og unglingaflokkum var keppt tvöföld umferð.
Í flokki 10 ára stráka vann Hallgrímur Ragnar Hilmarsson HSK, félaga sinn Ólaf Þrastarson HSK.
Í flokki 11 ára stráka, urðu úrslit þau að Greipur Guðni Hilmarsson HSK sigraði með fullt hús stiga, í öðru sæti var Breki Bjarkarson og Alexander Bjarkarson var í þriðja sæti.
Í unglingaflokk var sigurvegari Þórhallur Karl Ásmundsson UÍA með 2,5+1 vinning, annar var Mattías Örn Kristinsson UÍA með 2,5+0 vinninga og í þriðja sæti var Guðjón Óli Inguson KR með 1 vinning
Í karlaflokki -84 kg var sigurvegari Gústaf Sæland KR með 3 vinninga, Þórhallur K. Ásmundsson var annar með 2 vinninga og Mattías Ö. Kristinsson þriðji með 0 vinninga. Kristín Embla Guðjónsdóttir keppti sem gestur og hlaut 1 vinning.
Í +84 kg. flokki voru 5 keppendur. Guðjón Óli Inguson KR gekk úr keppni eftir fyrstu viðureign. Sigurvegari varð Hákon Gunnarsson UÍA með 2,5 + 1 vinning, annar varð Þórður Páll Ólafsson KR með 2,5 +0 vinninga, Alexander Beck KR var þriðji með 0,5 + 1 vinning og fjórði Gunnar Freyr Þórarinsson KR með 0,5 +0 vinninga.
Hörku keppni var í opnum flokki og tóku 7 keppendur þátt og einn gestur að auki.
Úrslit urðu þessi:
|
Sæti |
Nafn |
Félag |
Vinningar |
|
1 |
Hákon Gunnarsson |
UÍA |
6 |
|
2 |
Þórður Páll Ólafsson |
KR |
5 |
|
3 |
Þórhallur Karl Ásmundsson |
UÍA |
3,5 |
|
4 |
Gústaf Sæland |
KR |
3 |
|
5-6 |
Gunnar Freyr Þórarinsson |
KR |
1,5 |
|
5-6 |
Mattías Örn Kristinsson |
UÍA |
1,5 |
|
7 |
Alexander Beck |
KR |
0,5 |
|
Gestur |
Kristín Embla Guðjónsdóttir |
UÍA |
0,5 |
Verðlaun afhenti Ingi Þór Yngvason, sem var glímukóngur 4 sinnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en hann og tvíburabróðir hans, Pétur V. Yngvason unnu Íslandsglímuna samtals 9 sinnum frá 1975 til 1988.
Sérstakir gestir á mótinu voru auk Inga Þórs, Eiríkur Þorsteinsson, Halldór Konráðsson, Sigurjón Leifsson og Þorvaldur Þorsteinsson en þeir voru í sýningarflokki Glímusambandsins á 100 ára afmæli Íslendingadagsins í Gimli í Kanada sumarið 1975, fyrir 50 árum. Í sýningaflokknum voru auk þeirra, Gunnar J. Ingvarson, Guðmundur Kr. Ólafsson og Haukur Valtýsson, sem ekki áttu heimangengt. Þeir 4 aðrir sem í hópnum voru og eru látnir, voru Guðmundur Freyr Halldórsson, Hjálmur Sigurðsson, Óskar Valdimarsson og Pétur V. Yngvason.