Glímusamband Íslands

Við fengum þann heiður að kynna Glímu, þjóðaríþrótt Íslendinga, á sögusvæðinu Eiríksstöðum í Dalasýslu um helgina. Í þessum sögulega umhverfi, þar sem landnámsmenn gerðu sig klára fyrir ný ævintýri, glímdu nútímamenn í anda gömlu hetjanna!
Um 40 áhorfendur sem fylgdust áhugasamir með – og um fimm gestir stigu sjálfir á völlinn til að prófa.
Tvennt af okkar besta fólki, Guðbjört Lóa og Benóní Meldal sýndu Glímu og stýrðu léttum viðureignum

Þetta skemmtilegur viðburður þar sem saga, menning og íþróttir mættust. Við hlökkum til að sýna fleirum hvað Glíman hefur upp á að bjóða – hvort sem það er á söguslóðum eða á keppnisvöllum.