Þau Kristín Embla Guðjónsdóttir og Hákon Gunnarsson eru glímukona og glímumaður ársins 2025. Bæði áttu mjög gott ár, Kristín vann Freyjumenið í fjórða sinn og Hákon vann Grettisbeltið í fyrsta sinn. Bæði eru þau bikarmeistarar bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki. Kristín er 25 ára og Hákon 20 ára en þau eru bæði í Ungmennafélaginu Val á Reyðarfirði.
Þau verða heiðruð ásamt öðrum íþróttamönnum sambanda innan ÍSÍ, í hófi í Hörpunni þann 3. janúar 2026, þegar kjöri Íþróttamanns ársins er lýst.
