Framhaldsþing Glímusambands Íslands var haldið sunnudaginn 28. september 2025 kl. 13:00 í fundarsal C í húsnæði ÍSÍ.
Dagskrá þingsins var skv. lögum sambandsins.
- Setning fundar
- Kjör fundarstjóra og fundarritara
- Afgreiðsla ársreikninga
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
- Fundarlok
Ágætlega var mætt á þingið. Þingforseti var kjörinn Valdimar Leó Friðriksson og þingritari var Jón M. Ívarsson, fyrrverandi formaður GLÍ og heiðursfélagi. Þinggerð má finna á vefsíðu Glímusambandsins.
Mikil umræða var um fjárhagsstöðu sambandsins og hvernig bæta má stöðuna. Útbreiðslumál voru einnig í brennidepli.
Áhersla var lögð á að líta fram á veginn og sambandsaðilar taki höndum saman við að efla glímuíþróttina með ráðum og dáð.
Ný stjórn var kjörin og eru upplýsingar um hana á vefsíðu GLÍ.