Um helgina fóru Glímumennirnir Gunnar Freyr Þórarinsson, keppandi í þungavigt, Gústaf Sæland, keppandi í -74 kg flokki, og Ólafur Oddur Sigurðsson, einn af okkar bestu þjálfurum úr þjálfarateymi Glímusambands Íslands, til Sardiníu. Gunnar og Gústaf til að keppa og Ólafur þeim til halds og trausts, í fangi eyjarskeggja, sem kallast Sa Strumpa.
Mótið var fjölmennt þar sem keppendur komu frá fjölmörgum löndum og mikið af áhorfendum horfðu á mótið. Mótið fór vel fram og ekki skemmdi umhverfið og aðstaðan fyrir.
Keppendur mótsins fengu konunglegar móttökur og voru gestgjafarnir hlýir og hjálpsamir, og umgjörð mótsins var fagmannleg.
Árangur sem tekið var eftir
Gunnar Freyr Þórarinsson keppti í þungavigt og náði sæti í öðru sæti í sínum flokki. Gústaf Sæland keppti í -74 kg flokki og náði þriðja sæti í mjög fjölmennum flokki. Flokkurinn var gríðarsterkur en munaði minnstu að Gústaf kæmist í úrslitaviðureignina.
Það er einnig vert að hrósa íslensku keppendunum fyrir framkomu sína. Þeir voru ekki aðeins sterkir á velli heldur einnig fyrirmyndir fyrir aðra keppendur, sýndu mikinn drengskap í keppni sem og utanvallar og var árangur þeirra og framkoma til þess að auka orðstýr Glímusambands Íslands á alþjóðavetvangi.
Keppnendur og þjálfari tóku með sér mikið af reynslu, bæði af keppnisvellinum og í þeim mannlega tengslum sem styrkja samskipti, virðingu og tengsl landa á milli sem og glímusambanda.




