Glímusamband Íslands

Haldið var uppá 60 ára afmæli Glímusambandsins í hófi að Hótel Seli, Mývatnssveit, miðvikudaginn 5. nóvember

Um 20 gestir mættu á samkomuna. Í tilefni afmælisins afhenti formaður Glímusambandsins, þeim feðgum Gunnari Brynjarssyni og Pétri Gunnarssyni, sem var glímukóngur 2008, bronsmerki GLÍ, sem var löngu orðið tímabært.

Á myndinni standa þeir feðgar sinn hvoru megin við formann Glímusambandsins, Rögnval Ólafsson.

Glímusambandið þakkar þeim sem komu og Yngva Ragnari fyrir mótttökurnar og viðurgerninginn.