Glímusamband Íslands

Haustmót GLÍ fer fram í laugardaginn 15. nóvember. Keppt verður í aldursflokkum barna frá 10 ára, þyngdarflokkum unglinga og fullorðinna, ásamt opnum flokkum unglinga og fullorðinna. 

Keppni á dýnum í aldursflokku 15 ára og yngri, fer fram í Skelli, Íþróttamiðstöð Ármanns, og hefst kl. 13:30. Húsið opnar kl. 13:00. 

Keppni í flokkum 16 ára og eldri fer fram sama dag, en ekki er búið að staðfesta stað og tíma. Þegar mótanefnd hefur fengið staðfestingu, verður þessi frétt uppfærð og sendur póstur á forráðamenn félaga og héraðssambanda. 

Skráningar skulu berast mótanefnd í síðasta lagi föstudaginn 8. nóvember. Í skráningu skal koma fram aldur keppanda og þyngd í flokkum unglinga og fullorðinna. Einnig er hægt að senda skráningar á tölvupóstfang GLÍ.