Glímusamband Íslands

Laugardaginn 28. júní mættu yfir 50 keppendur í stærstu „bændaglímu“ sem haldin hefur verið í Reykjavík um langt skeið. Veðrið var dásamlegt, stemningin frábær og ferðamenn og vegfarendur fengu að sjá – og prófa – Íslenska Glímu! Viðburðurinn var skipulagður af BJJ Globetrotters , Glímusambandi Íslands, og Mjölni.

Glímusamband Íslands þakkar öllum þeim sem tóku þátt og gerðu daginn ógleymanlegan!